Ekki par hrifin af mbl núna!!!

Þetta er með ólíkindum að birta fréttina svona, ég fæ það á tilfinninguna að það sé verið að greiða fyrir auglýsingu!  Bera fjölmiðlar enga ábyrgð!  

Þetta er þvílíkur viðbjóður, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvaða afleiðingar geta orðið af þessu, og morgunblaðið sjálft getur ekki fríað sig ábyrgð, hæglega hefði verið að setja ´"fréttina" upp án þess að það kæmi fram hvert þannig þenkjandi einstaklingar geta sótt í viðbjóðinn.

Vonandi nær lögreglan í skottið á ábyrgðarmönnum.

Ég er svoleiðis rasandi....


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Þetta er bara hinn argasti viðbjóður. Ég held við getum verið hjartanlega sammála um það  

Mann langar að rota mann og annan sem voga sér að búa þennan viðbjóð til og bjóða hann til gleði og gamans fyrir aumingja á netinu sem fróa sér yfir þessum viðbjóðs leik !!!

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 24.5.2007 kl. 14:14

2 identicon



 Ef klám veldur auknum nauðgunum af hverju er nauðgana tíðni Japan 13 sinnum lægri en okkar

 

Ísland :0.246009 per 1,000 people

Japan  :0.017737 per 1,000 people

 Af hverju er nauðganatíðni  í hollandi meira en tvöfallt minni en á íslandi?

Holland : 0.100445 per 1,000 people

 

Þar að auki hafa rannsóknir að aukið aðgengi að klámi minnki nauðgarnir

Sjá : http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf

       http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=913013

Heimildir fyrir tölum með naugðunum: http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita

Butcer (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:12

3 identicon

Bryndís þú vilt semsagt fara og lemja fólk sem býr til tölvuleik þar sem er ekkert fórnarlamb?

Þú ættir kannski að fara spila einhverja tölvuleiki til að fá útrás fyrir þessu ofbeldi í staðinn fyrir að vilja fara og lemja fólk .

Andri Már (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:53

4 identicon

Af hverju er verra að nauðga í tölvuleikjum heldur en að lemja eða drepa? Ég skil þetta ekki. Ekki reyna að segja mér að einhverjir fari út og nauðga bara vegna þess að þeir spiluðu leikinn.

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:19

5 Smámynd: Der Kritiker

Hmm... Hvar varð um þessa umræðu þegar counter-strike og aðrir skotleikir eru settir á markað? Er það ekki jafn siðlaust að skjóta fólk með byssum án afláts? Age of Empires leikirnir, senda heri til að drepa venjulegt fólk í næsta bæ? Hægt er að halda lengi áfram með þessa upptalningu en því miður hafa svo margir skemmt sér við að blogga um þessa annars óintressant frétt að maður verður að hafa hvert svar stutt...  Og ekki missa þig alveg :) 

Der Kritiker, 24.5.2007 kl. 20:09

6 Smámynd: Báran

Ég er ekki að segja að aðrir ofbeldisleikir séu allt í lagi, ég er að tala um þennan tiltekna leik, afhverju er alltaf farið út á tún og reynt að breiða yfir gagnrýni á ákveðinn hlut af því að hliðstæður viðbjóður er í gangi í öðrum tölvuleikjum!!!  Ég er yfirhöfuð á móti ofbeldi í hvaða mynd sem það er!   Það að minni umræða hafi verið um Counter Strike leikinn er líklega vegna þess að þegar hann var gefinn út voru  bloggarar fáir, ekki vegna þess að færri hafi verið á móti honum!  Segir sig sjálft...

Báran, 24.5.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eins og talað út úr mínum munni Bára.

Andri Már. Ég talaði um að rota mann og annan...eins og sagt er stundum. Það skiptir ekki nokkru máli hvert ofbeldið er...dráp eða nauðgun, ég sé ekki muninn. Nauðgun er andlegt dráp á einstaklingi. Hvort sem það er maður, kona eða barn.

Ég þarf ekki ofbeldis tölvuleik til að fá útrás á mínu brjálaða falda ofbeldi...því í raun og veru er ég alger friðarsinni.  Ef þú ert ungur, þá hefur þú kannski ekki heyrt orðatiltækið...að rota mann og annan.... Ekki túlka það svo, að það sé meint í orðsins fyllstu merkingu. Ég þarf engan að lemja.

Ekkert fórnarlamb segir þú og þá er þetta allt í lagi... Ok. En undir hvað ýja þessir leikir ?

Ég tel að margir þeir sem að spila þessa ofbeldisleiki, í hvaða formi sem þeir eru, séu líka fórnarlömb. Fullt af þessum krökkum sem að spila þessa leiki verða húkkt á þeim og hreinlega bila í hausnum. Skilja ekki muninn á leik eða raunveruleika.

Þú þarft ekki annað en að horfa á þjóðfélagið okkar í dag. Ofbeldið er gríðarlegt og má setja stóran hluta af því á ofbeldis tölvuleikina. Ef ég tek dæmi sem gerðist bara á okkar litla skeri, með unga strákinn sem að kom sér í samband við homma á einhverri einkarás og hitti hann síðan í Laugardalnum....eingöngu til að drepa hann. Jú...hann langaði svo að prufa að drepa mann út frá tölvuleik sem hann var alltaf að spila.

Nú vilt þú eflaust segja að ofbeldi hafi alltaf verið. Það er alveg hárrétt, en hér í gamla daga brettu menn bara upp ermarnar og slógust, maður við mann. Í dag er það dálítið öðruvísi án þess að ég ætli nánar út í þá sálma. (margir níðast á einum og hættuleg tæki notuð við barsmíðarnar)

Sorry, en ég get ekki á nokkurn hátt réttlætt ofbeldis tölvuleiki.

PS. Geiri... Jú það eru til svoleiðis klikkusar víða í heiminum sem fara út og nauðga út frá áhrifum þess háttar tölvuleikja. Það er til fullt af biluðu fólki, sem lagast ekki við það að spila svona leiki.  Það er bara staðreynd.

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 24.5.2007 kl. 23:03

8 Smámynd: Linda

Sammála þér, þetta er argasti við bjóður

Linda, 1.6.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband