Ég ætla að leyfa mér...

að líta á þessi ummæli formanns Postulanna sem eilítinn hugaræsing,maðurinn var jú að missa verkstæði sitt í bruna var það ekki? 

Ekki að ég þekki til félagsreglna í þeim klúbbi yfirhöfuð...

Ég vil ekki trúa því að mótorhjólamaður mæli með því að naglabretti séu notuð á ökumenn tvíhjóla ökutækja.   Vissulega er hraðakstur hjóla vandamál, ég er ekki að draga úr því, en mér finnst með ólíkindum umtal síðustu daga.   Skoðum umferðarmenningu landans í víðara samhengi.  Ekki bara taka einn umferðarflokk út.

Um síðustu helgi fór fram á Akureyri flott sýning á ýmiskonar ökutækjum.  Ég fékk að heyra, frá fyrstu hendi um ferðalag annars mótorhjólaklúbbs frá Reykjavík til Akureyrar, ég hef hvergi séð ummæli um það ferðalag enda virðast þeir hjólamenn hafa hjólað leiðina af skynsemi.   Þá er það ekki fréttnæmt.  Sömu skynsemi áttu ekki sumir samferðamenn þeirra á 4 hjólum.

Lá við slysi við framúrakstur 2ja bíla sem greinilega voru vel á öðru hundraðinu.   Ekki var tillitsseminni fyrir að fara við bifjólamenn í þeim framúrakstri.   Í Varmahlíð stoppa hjólamenn og hvað horfa þeir á?... sjúkrabílar á fleygiferð í áttina að Akureyri,  hjólamenn þurftu ekkert að ímynda sér hvaða bílar hefðu lent í slysi, og fengu það staðfest þegar ekið var framhjá slysstað.   Þar höfðu sömu 2 bílar verið að taka  framúr sjúkrabíl í forgangsakstri og enduðu utanvegar!!!

Ég hef ekki orðið vör við mikið umtal um þetta tilvik, utan smá fréttar hér á mbl.  En nánast verið að aflífa mótorhjólamann og annan vegna þessa máls.   Umferðarómenning finnst í öllum flokkum ökutækja, ég fordæmi ofsaakstur, á hvaða ökutæki sem er!!!  Ég get bara ekki orða bundist að ætla að leggja fram tillögu um naglabelti á tvíhjóla ökutæki.   Álíka snyrtilegt og að leyfa víkingasveitinni að nota ökumanninn sem skotskífu!

Ég á fullt af vinum og ættingjum sem aka hjólum og finnst að þeim vegið, það er ekki allt hjólafólk að botna bensíngjöfina, ekki frekar en allir  ökumenn bíla eru að því.

 

 


mbl.is Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Bára - Fólk þarf aðeins að fara róa sig í umræðunni um mótorhjólafólk

Boggi (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband