Toyota

Ég á litla og krúttlega Corollu sem ég fékk splunkunýja um árslok 2000.  Það sem þetta yndi hefur staðið sig í gegnum árin Halo  Farin að láta á sjá enda sandrok algengt á Sandskeiði og átti ég leið þar um daglega yfir töluverðan tíma.   Fjörkálfar yfrirleitt farþegar með tilheyrandi umgengni og það eina sem þessi elska hefur fengið er reglubundin smurning , eitt par af bremsuklossum og 90 þús. kílómetra skoðun. 

Ekki feilpúst í öll þessi ár Grin

Um daginn sýndi hún veikindamerki með viðvörun í mælaborði og var færð á verkstæði Toyota bíla, þar var hún færð í tölvulestur sem greindi kvillann.   Með ungbarn í bílstól meðferðis sáu þeir aumur á mér og tóku bílinn strax til viðgerðar svo ég þyrfti ekki að vera bíllaus í einhverja daga.   Þegar ég var að búa mig undir að ræsa manninn minn í pickup á familíunni er ég spurð, og hvert ferðu svo? 

Frí heimsending í boði Toyota Smile  Daginn eftir fæ ég svo sms um að bíllinn sé tilbúinn og geti hringt á þjónustubílinn að sækja mig.   Sem ég gerði , fékk svo reikning í hendur og flestir vita að það er ekkert mjög ódýrt að skipta við bifreiðarverkstæði en greinargóð skýring á vinnu og varahlutum, ég hafði notað tækifærið og fengið aukalykil smíðaðan.   Þakkaði fyrir einstaklega góða þjónustu og gekk út í bílinn minn og.... viti menn, samlæsingin,sem hafði verið biluð um tíma var komin í lag!   Hvorki hafði ég beðið um viðgerð á henni né var ég rukkuð fyrir. 

 Allt of oft heyrir maður af neikvæðu sögunum í viðskiptum við hin ýmsu fyrirtæki, sérstaklega bílaverkstæði svo ég er þakklát fyrir mína reynslu og þar sem ólíkt skemmtilegra er að lesa góðar fréttir en hinar legg ég í púkkið.   Þessi viðskipti mín við Toyota hafa síður en svo breytt ákvörðun minni um að eiga bara Toyotur í framtíðinni.  Enda hefur krúttið staðið sig með eindæmum.

Toyota menn, takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Ég er búin að keyra um á Toyotu Avensis í 3 ár og er bráðlega að fara að endurnýja og það kemur ekkert annað til greina en að það verður aftur Toyota bíll !!!!

Ég er búin að prufa þá nokkra og Toyota eru lang lang lang bestu bílarnir !

Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 23.8.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband