7.5.2007 | 23:01
Á léttu nótunum...
Aldrei að segja aldrei Hélt ég myndi ekki leiðast útí blogg hér, en nýja mottóið er: Aldrei að afskrifa neitt fyrirfram. Ekkert að því að prófa sem flesta hluti (innan siðlegra marka) ((eða löglegra))
Stefnan er að láta bara vaða hérna, og rétt mátulega alvarleg... eða ekki. Hér er galopið fyrir komment en aðgát skal höfð í bloggheimi og "strækað" á þá sem fara yfir strikið ------------
Hér á ég þó nokkra uppáhalds rithöfunda og ætla að skella þeim inn svona ef mér tekst að læra á systemið hérna.
Annars var ég að lesa hjá einum af þeim (Sigmari) að Finnar eru víst að deyja úr meðvirkni, þar sem þeir biðjast fyrirgefningar hægri vinstri á hitastiginu þar í landi. Aldrei hef ég nú náð svo langt í þeirri íþrótt að ætla mér að bera ábyrgð á veðurfarinu. Greyin...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.