Einkennileg tilviljun

Ég sem var einmitt í gærkvöldi að henda öllum kassettunum mínum, þeim sömu sem ég hef ekki hlustað á í ein 10 ár að minnsta kosti.   Tónlistina á þeim á ég flesta á geisladiskum í dag. Hvenær skyldi ég þurfa að fleygja þeim.   Svo sá ég í fréttum að túpusjónvörpin eru ekki lengur seld hér Woundering Ég sem á eitt ekki 2ja ára gamalt!  Og auðvitað er farið að senda út breiðtjaldsmynd á Stöð 2, sem gerir það að verkum að maður sér u.þ.b. helminginn af öllu, hálfan Loga Bergmann, hálfa Svanhildi og hálfar stelpurnar.  Eins gott að þeir á RÚV fari ekki að apa þetta eftir, þá fer ég í prófmál vegna afnotagjalda!!!


mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband