13.5.2007 | 13:57
Ekki skal gráta Björn bónda
heldur safna liði. Eins mikið og ég hefði viljað sjá aðra útkomu úr þessum kosningum þá er stjórnarmyndun eftir. Staðreynd að 2 flokkar eru sigurvegarar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir.
Eina vitið úr þessu að sjá samstarf þeirra á milli, og hvað erum við komin með þá ? Spegilmynd af Íslandshreyfingunni Umhverfisvæna framfarastefnu.
Hollast hefði verið að sjá Íslandshreyfinguna ná yfir 5 prósenta markið, við skulum sjá hvaða mark Sjálfstæðisflokkurinn tekur á skýrum skilaboðum helmings kjósenda um neikvæða afstöðu kjósenda gagnvart stóriðjustefnunni , þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að fái þeir umboð til stjórnarmyndunar þá þurfi þeir að mynda ríkisstjórn ALLRA landsmanna!
Íslandshreyfingin hefur ekki sagt sitt síðasta tel ég. Trúi því að flokkurinn muni áfram veita sterkt aðhald þó í öðru formi verði. Hann er rétt að byrja.
Athugasemdir
Sammála þér með eitt Bára, þetta kosningarkerfi er óréttlátt ef þú ert skyldugur til þess að ná yfir 5%, það er nánast ógerlegt fyrir nýjan stjórnmálaflokk !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 08:22
Já ég er ekki að skilja þetta, enda nýtilkomin regla! Frjálslyndi flokkurinn þurfti ekki að búa við þessa reglu. Veit ekki af hverju verið er að sækja til Þýskalands með fyrirmynd en horfa framhjá hvernig þetta er á hinum Norðurlöndunum.
Báran, 18.5.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.