Íslandshreyfingin - Lifandi land.

Lifandi land já.  Ég stend stolt á bakvið val mitt á kjördag.   Nýtt blóð í stjórnmálin, nýjan flokk, sem ég er full trausts á að starfi af heilindum, gegn spillingu og af hugsjón.

Lifandi land.  Grænt, og um leið með fjölmargt í boði sem gæti skapað hin fjölbreytilegustu störf á nýjum vettvangi.   En vaktar þá gersemi sem náttúran okkar er.   Velur ekki gráan, mengandi iðnað sem veitir um það bil 2 prósentum þjóðarinnar störf.  Og kemur í veg fyrir að annar starfsvettvangur fær blómstrað.  Sem er ekki tilbúinn til að binda okkur við framsal náttúruauðlinda og gefa auðæfin á fárra hendur.

Fjölbreytt flóra þar sem engum er gleymt.   Vitundarvakning gagnvart umhverfi okkar og leitar óstöðvandi nýrra tækifæra í stað stöðnunar.   Sem gerir sér grein fyrir öllum stéttunum sem hér byggja land.  Öllum!  Eldri borgurum sem öryrkjum.  Börnunum og fjölskyldunum sem búa að þeim.  Gleyma samt ekki fyrirtækjunum og skilja að það þarf að búa þeim umhverfi líka.  Og aðrir sem tilheyra ekki öldruðum eða öryrkjahópum, eru bara svokallað venjulegt fólk ,vinnandi fyrir sér en sjá lítinn afrakstur.    Skilja að misskipting er aukin, vilja vinna að réttlátara kerfi án þess að slátra mjólkurkúnni.

Skýr sýn á þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast í stað stóriðja  en kjósa ekki afturhaldsstefnu.  Heilbrigð skynsemi.

Það kostar kjark að setja á stofn nýjan flokk , mikið óeigingjarnt starf að baki og enn meira eftir.  Í vonbrigðum mínum yfir afleiðingum stefnu núverandi stjórnar birtist lausnin.   Ég ætla að sýna sama kjark og fylgja eftir sannfæringu minni og kjósa Íslandshreyfinguna. 

Af því að ég vil geta búið í Lifandi landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband