Mistök?

Ég veit ekki hvort þetta eru byrjunarmistök á "nýju" kerfi, reyndar þykir mér það ólíklegt því eitthvað vit ættu menn að hafa á þessu sem voru við stjórnvölinn!

Voru það mistök að gefa út ákveðinn kvóta á hvert landssvæði ÁÐUR en vitað var hversu margir bátar yrðu á hverju svæði?

Vitað var að bátarnir við Arnarstapa yrðu ansi margir og tækju því drjúgan hluta af kvótanum á þessu umrædda A svæði.

Voru það mistök að skila tilbaka helming byggðakvótans, sem upphaflega átti allur að renna í strandveiðarnar.  Bjó það til smugu fyrir þá sem áttu rétt á byggðakvóta, að leigja hann út og fara svo inní strandveiðarnar líka?

Smábátasjómenn fögnuðu því að nýtt kerfi yrði sett á sem myndi gera þeim kleyft að róa sér til lífsviðurværis en svei... Ekki furða að LÍÚ hósti lítið og lágt.

Ef stjórnvöldum er alvara með að koma til móts við smábátasjómenn vil ég sjá þau ræða við þá sjálfa um hugmyndir þeirra um hvernig strandveiðum væri best háttað.

 


mbl.is Strandveiðikvótinn næst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metingur!

Ég hef markvisst og meðvitað reynt að halda mig frá því að blogga um fréttir en stundum get ég ekki orða bundist!

Hvað er það sem gerir það að verkum að ungt fólk fer að metast um  hvert þeirra valdi sem mestri eyðileggingu?  Uppeldi?  Leiði? Brengluð viðhorf til umhverfis?  Sjónvarpsgláp? Tölvuleikir? 

Hafa þessir krakkar ekkert fengið að umgangast náttúruna á eðlilegan hátt? 

Spyr sú sem ekki veit.   

Hvaleyrarvatn, sem og öll náttúra Íslands er mér kær og ég reyni að ala börnum mínum virðingu við náttúruna og kenna þeim hvað hún er gjöful okkur ef gengið er vel um hana.   Ég veit að sonur minn 10 ára mun hrista hausinn og spyrja af hverju er búið að eyðileggja paradísina okkar mamma?  Eins og það er gaman að vera þarna að leika sér, sigla á vatninu, liggja í grasinu, ganga á milli trjánna, grilla eða borða nesti, hlusta á fuglana og finna lífið.

En svæðið við Hvaleyrarvatn er ekki eina náttúruperlan sem verið er að eyðileggja, sinueldar eru árviss viðburður og okkar foreldra að taka þetta til umræðu inn á heimilum. 

Ég vona að sú refsing sem ungmennin þurfa að horfast í augu við sé í það minnsta að hluta, fólgin í því að sinna samfélagsþjónustu og þurfi að vinna við það að taka þátt í uppbyggingu á svæðunum aftur.    Hreinsa brunarústirnar, klippa niður brunnin tré, gróðursetja græðlinga og svo framvegis.   Ég held að það geri þeim betur grein fyrir skaðanum sem þau ollu, en flest önnur refsing.


mbl.is Metast um sinubruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf...

Ég datt niður á snilldarlink á síðu hér hjá moggabloggara og tók mér þann rétt að dreifa honum áfram. 

Nú er það oft þannig að framlög til hjálparstarfs gefur maður áfram í trausti þess að slíkt skili sér í það sem það á að fara.  Einstaka sinnum kemur þó fyrir að maður fær upplýsingar um hið gagnstæða, því miður.   Ég hef nú samt haldið mig við ákveðið hjálparstarf sem ég treysti og hefur hingað til veitt mér upplýsingar um hvernig gangi. 

Nú er í boði ný leið til að styrkja einstaklinga til sjálfshjálpar með því að lána ákveðna upphæð til uppbyggingar á starfi viðkomandi og líst mér vel á.  Um leið og við leggjum fram aðstoð, erum við samt að gefa viðkomandi tækifæri á að endurgreiða lánið, oft getur það verið ansi mikilvægt einstaklingnum, að geta þegið aðstoð en halda jafnframt sjálfsvirðingu sinni.   Svo er það bara hvers og eins hvort hann ákveður að lána peninginn áfram eftir að hafa fengið hann endurgreiddan Wink 

Hvet ykkur til að skoða málið og dreifa linknum jafnframt áfram,  hér er linkurinn http://www.kiva.org/


Sama ástand í öllum sveitarfélögum

Hér á höfuðborgarsvæðinu.   Fólk er mismunandi illa statt og staðan þannig að flestir foreldrar þurfa báðir að vinna úti.   Yngsti sonur minn kemst ekki heldur að í leikskóla fyrr en 26 mánaða gamall !  Dagmæður umsetnar og ekki allir sem búa svo vel að geta leitað til ættingja.  Ég held að 3ja úrræðið verði að fara að koma fram! 

Hvar eru efndir á kosningaloforðum núna?   Allstaðar ófremdarástand í því sem snýr að börnunum okkar, grunnskólakennarar á flótta úr stéttinni.  Hvernig væri að fara að hækka laun í þessum stéttum, það er hægt að skera niður á mörgum sviðum, til dæmis væri hægt að endurskoða botnlausa svallið í kringum sendiráðin.  Ekki það, ríkissjóður á alveg peninga ef grannt er skoðað!

Hvenær ætlum við að rísa á afturlappirnar og sýna ráðamönnum almennilega að þetta verður ekki liðið lengur?  Ég er kannski ekki endilega að mæla með frönsku aðferðinni, en hér væru ekki bara Lækjartorg og Austurvöllur  stútffullir af  garðyrkjuafurðum ýmsum og húsin vel smurð af eggjum, hér myndu eldar loga á gatnamótum og hringtorgum og fólk leggja niður vinnu ef sú aðferð yrði tekin upp hér!   En það er líka hlustað á franska þegna.   Þar yppir fólk ekki öxlunum og segir: þetta er bara svona!


mbl.is Leituðu til nágranna í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota

Ég á litla og krúttlega Corollu sem ég fékk splunkunýja um árslok 2000.  Það sem þetta yndi hefur staðið sig í gegnum árin Halo  Farin að láta á sjá enda sandrok algengt á Sandskeiði og átti ég leið þar um daglega yfir töluverðan tíma.   Fjörkálfar yfrirleitt farþegar með tilheyrandi umgengni og það eina sem þessi elska hefur fengið er reglubundin smurning , eitt par af bremsuklossum og 90 þús. kílómetra skoðun. 

Ekki feilpúst í öll þessi ár Grin

Um daginn sýndi hún veikindamerki með viðvörun í mælaborði og var færð á verkstæði Toyota bíla, þar var hún færð í tölvulestur sem greindi kvillann.   Með ungbarn í bílstól meðferðis sáu þeir aumur á mér og tóku bílinn strax til viðgerðar svo ég þyrfti ekki að vera bíllaus í einhverja daga.   Þegar ég var að búa mig undir að ræsa manninn minn í pickup á familíunni er ég spurð, og hvert ferðu svo? 

Frí heimsending í boði Toyota Smile  Daginn eftir fæ ég svo sms um að bíllinn sé tilbúinn og geti hringt á þjónustubílinn að sækja mig.   Sem ég gerði , fékk svo reikning í hendur og flestir vita að það er ekkert mjög ódýrt að skipta við bifreiðarverkstæði en greinargóð skýring á vinnu og varahlutum, ég hafði notað tækifærið og fengið aukalykil smíðaðan.   Þakkaði fyrir einstaklega góða þjónustu og gekk út í bílinn minn og.... viti menn, samlæsingin,sem hafði verið biluð um tíma var komin í lag!   Hvorki hafði ég beðið um viðgerð á henni né var ég rukkuð fyrir. 

 Allt of oft heyrir maður af neikvæðu sögunum í viðskiptum við hin ýmsu fyrirtæki, sérstaklega bílaverkstæði svo ég er þakklát fyrir mína reynslu og þar sem ólíkt skemmtilegra er að lesa góðar fréttir en hinar legg ég í púkkið.   Þessi viðskipti mín við Toyota hafa síður en svo breytt ákvörðun minni um að eiga bara Toyotur í framtíðinni.  Enda hefur krúttið staðið sig með eindæmum.

Toyota menn, takk fyrir mig.


Vika í Paradís...

Ummm, nú er ég að leggja af stað norður á Strandir þar sem fjölskyldan ætlar að "hygge" sig  í nokkra daga.  Verður bara næs að komast útúr bænum í friðinn.  Ákveðin verkefni sem þarf að klára þar, eins og frágangur á stærsta sólpalli sem ég hef augum litið.   Einhvern tímann verður slegið upp dansiballi með hljómsveit og alles Wink  Mála skápa og gott ef ég tek ekki í smá föndur.  Annars ætla ég mest að liggja í marineringu letinnar. 

Megið þið eiga góða daga á meðan...


Snillar down under...

Þetta er með betri auglýsingum sem ég hef séð lengi.  Nú hvet ég allar konur til að gefa "lillann" útí umferðina.  Sérstaklega ungar stúlkur í kringum 17 til 25 ára aldurinn.  Þær geta komið þeim skilaboðum til karlkyns jafnaldra sinna að þeim finnist hraðakstur ekki töff! 

Algjör snilld og við vitum jú að það er sannleikskorn í þessu.  Ég er reyndar í smá krísu núna þar sem ég á það til að keyra stærri gerðir af ökutækjum, jeppa, rútur og solleiðis... hvað segir það um mig? Blush

 


mbl.is Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú já...

Það er svona þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir Pinch 

Það er nebblega það, þetta á að hafa komið frá bæjarstjóranum, ég sem var komin yfir grunsemdir mínar um að eitthvað væri bogið við orðalagið á kjörseðlinum, virðist nú hafa hitt naglann á skallann grrrrr.

Kjörseðillinn var svohljóðandi:  Ertu fylgjandi eða andvíg/ur stækkun álversins samkvæmt  fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu?

Alcan og bæjarstjórn Hafnarfjarðar virðast þarna vera að nýta sér undankomuleið og bjóða fram möguleika á stækkun á landfyllingu.

Eigum við þá að fara að kjósa aftur?  Og aftur, og aftur og....


mbl.is Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðra staðsetningu álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk

Loksins að maður rekst á góðar fréttir.   Nú er bara að klára pakkann og sjá þetta verða að veruleika.  

Nú er það sýnt og sannað að við höfum val um annað en ál.  Neikvæðu raddirnar sem básúnuðu hægri vinstri um að ekkert kæmi í staðinn og að við, sem vorum á móti stækkun í Straumsvík værum búin að kippa Hafnarfirði inní örbirgð og vesaldóm, vonandi gleðjast þær með okkur. 

 


mbl.is Ísland hentar vel fyrir rekstur netþjónabúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að leyfa mér...

að líta á þessi ummæli formanns Postulanna sem eilítinn hugaræsing,maðurinn var jú að missa verkstæði sitt í bruna var það ekki? 

Ekki að ég þekki til félagsreglna í þeim klúbbi yfirhöfuð...

Ég vil ekki trúa því að mótorhjólamaður mæli með því að naglabretti séu notuð á ökumenn tvíhjóla ökutækja.   Vissulega er hraðakstur hjóla vandamál, ég er ekki að draga úr því, en mér finnst með ólíkindum umtal síðustu daga.   Skoðum umferðarmenningu landans í víðara samhengi.  Ekki bara taka einn umferðarflokk út.

Um síðustu helgi fór fram á Akureyri flott sýning á ýmiskonar ökutækjum.  Ég fékk að heyra, frá fyrstu hendi um ferðalag annars mótorhjólaklúbbs frá Reykjavík til Akureyrar, ég hef hvergi séð ummæli um það ferðalag enda virðast þeir hjólamenn hafa hjólað leiðina af skynsemi.   Þá er það ekki fréttnæmt.  Sömu skynsemi áttu ekki sumir samferðamenn þeirra á 4 hjólum.

Lá við slysi við framúrakstur 2ja bíla sem greinilega voru vel á öðru hundraðinu.   Ekki var tillitsseminni fyrir að fara við bifjólamenn í þeim framúrakstri.   Í Varmahlíð stoppa hjólamenn og hvað horfa þeir á?... sjúkrabílar á fleygiferð í áttina að Akureyri,  hjólamenn þurftu ekkert að ímynda sér hvaða bílar hefðu lent í slysi, og fengu það staðfest þegar ekið var framhjá slysstað.   Þar höfðu sömu 2 bílar verið að taka  framúr sjúkrabíl í forgangsakstri og enduðu utanvegar!!!

Ég hef ekki orðið vör við mikið umtal um þetta tilvik, utan smá fréttar hér á mbl.  En nánast verið að aflífa mótorhjólamann og annan vegna þessa máls.   Umferðarómenning finnst í öllum flokkum ökutækja, ég fordæmi ofsaakstur, á hvaða ökutæki sem er!!!  Ég get bara ekki orða bundist að ætla að leggja fram tillögu um naglabelti á tvíhjóla ökutæki.   Álíka snyrtilegt og að leyfa víkingasveitinni að nota ökumanninn sem skotskífu!

Ég á fullt af vinum og ættingjum sem aka hjólum og finnst að þeim vegið, það er ekki allt hjólafólk að botna bensíngjöfina, ekki frekar en allir  ökumenn bíla eru að því.

 

 


mbl.is Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband