4.6.2007 | 11:45
Er þetta ekki að verða gott ?
Mikið langar mig í gott veður Ég er að innipúkast þessa dagana og hreinlega nenni ekki að vera hyper hress að hendast út um allt í láréttri rigningu! Yfirleitt held ég mig innanlands á sumrin en það alveg hvarflar að manni að hoppa uppí flugvél þegar dagarnir verða of margir í röð svona. Þessi skammtur sem maður fékk um daginn var bara alls ekki nóg !
En bý nú ennþá yfir sól í sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 14:09
Þá er ...
Maðurinn minn farinn að blogga Svo bregðast krosstré sem önnur tré !
Alltaf er manni komið á óvart á skemmtilegan hátt. Hvet ykkur til að kíkja á minn mann og bjóða hann velkominn til skrafs. Að mínu mati skemmtilegur penni en hva, ég er ekki hlutlaus
Skrafarinn hefur ýmislegt til málanna að leggja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 13:09
Ekki par hrifin af mbl núna!!!
Þetta er með ólíkindum að birta fréttina svona, ég fæ það á tilfinninguna að það sé verið að greiða fyrir auglýsingu! Bera fjölmiðlar enga ábyrgð!
Þetta er þvílíkur viðbjóður, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvaða afleiðingar geta orðið af þessu, og morgunblaðið sjálft getur ekki fríað sig ábyrgð, hæglega hefði verið að setja ´"fréttina" upp án þess að það kæmi fram hvert þannig þenkjandi einstaklingar geta sótt í viðbjóðinn.
Vonandi nær lögreglan í skottið á ábyrgðarmönnum.
Ég er svoleiðis rasandi....
Nauðgunarþjálfun á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.5.2007 | 11:15
Hingað dettur inn...
Fólk úr ýmsum áttum Vinir mínir, ættingjar, kunningjar og fólk sem þekkir aðeins til mín. Svo kíkja hingað aðrir sem þekkja mig ekki neitt og allt er það hið besta mál
Allir velkomnir og það væri frábært ef þið mynduð skilja eftir fingraför í gestabókinni eða í kommentum.
Núna, af gefnu tilefni langar mig að setja inn færslu um kæra bekkjarsystur mína, Þórdísi Tinnu. Margir vita að hún hefur verið að berjast við krabbamein undanfarna mánuði með kjarki og hugrekki sem við vildum örugglega öll búa yfir. Hún svaraði fyrstu meðferð mjög vel en vágesturinn hefur ekki alveg sleppt takinu. Nú er svo komið að hún stefnir til Bandaríkjanna í frekari rannsóknir hjá færustu læknum þar. Hún hefur fengið neitun frá Tryggingastofnun um fjárstyrk til þess að fara. Það eitt gerir það ógerlegt fyrir hana að berjast fyrir lífi sínu og þá lengja um leið tímann sem hún hefur með 8 ára dóttur sinni sem hún sér ein um. Þess vegna vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að leggja henni lið í þessari baráttu, margt smátt gerir oft mjög mikið... Langar að hvetja ykkur til þess að senda vinum og ættingjum netpóst með link á bloggsíðuna hennar og hvet ykkur til að lesa sjálf um aðstæður hennar.
Svo langar mig að biðja ykkur um að hugsa til hennar, Ástu Lovísu og allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna krabbameins og kveikja á kerti klukkan 10 í kvöld og leggja inn bænir til æðri máttarvalda.
Ég læt fylgja með slóðina á síðuna hennar http://www.blog.central.is/thordistinna
Í auðmjúkri von um góðar undirtektir.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 11:44
Skyldum við...
Þurfa að bíða eftir þessu þar til korteri fyrir næstu kosningar? Ég bara spyr. Að heyra alltaf "á kjörtímabilinu" er eitthvað svo loðið. Mig langar til dæmis að vita hvenær "cirka" við megum eiga vona á að stimpilgjöld verði felld niður. Eða hvenær tekjuskerðing maka hjá öryrkjum fellur niður eða lækkar? Mig langar líka að fá að vita, og þá í skýrum orðum hver stefna í stóriðjumálum er? Ekki eitthvað loðið sem hægt er að umorða eftir á, neeeei við meintum það nú ekki alveg eins og þú tókst því !!!
Annars verð ég að segja að það gladdi mig nú aðeins að sjá að Jóhanna Sig. varð "Velferðarmálaráðuneytisfrú" Vona að hennar tími sé kominn Mér finnst hún svona nokkurn veginn ein af fáum þingmönnum sem starfar af hugsjón.
Stefnt að lækkun skatta á kjörtímabilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 13:20
Þvílík blíða...
Ekki oft sem maður skreppur inn til að hvíla sig á sólinni í smástund Búin að vera útí garði að leika við krílið í morgun og þvílíkur pottur, ég er ekki á leiðinni til útlanda í sumar með þessu áframhaldi.
Vona að við fáum sem mest af svona veðri í sumar. Við eigum það skilið
Njótið dagsins...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2007 | 13:57
Ekki skal gráta Björn bónda
heldur safna liði. Eins mikið og ég hefði viljað sjá aðra útkomu úr þessum kosningum þá er stjórnarmyndun eftir. Staðreynd að 2 flokkar eru sigurvegarar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir.
Eina vitið úr þessu að sjá samstarf þeirra á milli, og hvað erum við komin með þá ? Spegilmynd af Íslandshreyfingunni Umhverfisvæna framfarastefnu.
Hollast hefði verið að sjá Íslandshreyfinguna ná yfir 5 prósenta markið, við skulum sjá hvaða mark Sjálfstæðisflokkurinn tekur á skýrum skilaboðum helmings kjósenda um neikvæða afstöðu kjósenda gagnvart stóriðjustefnunni , þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að fái þeir umboð til stjórnarmyndunar þá þurfi þeir að mynda ríkisstjórn ALLRA landsmanna!
Íslandshreyfingin hefur ekki sagt sitt síðasta tel ég. Trúi því að flokkurinn muni áfram veita sterkt aðhald þó í öðru formi verði. Hann er rétt að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 14:03
Setjum x við I... verndum landið okkar.
Ég hef nú undanfarið verið að lesa hjá bloggurum að það þori ekki að setja x við I þrátt fyrir að hugur standi til Íslandshreyfingarinnar. Hvers vegna? Jú það er búið að hlusta á áróðurinn um að það séu atkvæði sem detti niður dauð af því að þau séu að taka fylgi frá hinum stjórnarandstöðuflokkunum!
Ég get ekki verið meira ósammála. Sjálf er ég fyrrum Sjálfstæðiskona (dýrkeypt lexía þar!) og þeir sem hafa lýst yfir stuðningi við Íslandshreyfinguna í samtölum við mig eru allir úr röðum Sjálfstæðisflokks. Jú ég veit um þó nokkra sem voru vinstri grænir áður en vilja draga úr afturhaldsstefnu og eru að gera það upp við sig hvort þeir taki kjarkinn og kjósi Íslandshreyfinguna.
Stóra ákvörðunin er þessi. Látum ekki sundrandi viðhorf tala í okkur ótta. Kjósum eftir okkar dýpstu sannfæringu í trausti þess að sameinuð erum við fær um að knýja fram breytingar í nýrri stjórnarmyndun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 11:33
Stóri dagurinn...
Ég vaknaði með gleði í hjarta, full af bjartsýni og fullvissu um að hvernig sem úrslit ráðist, sé þessi ríkisstjórn fallin. Það er mér nægjanlegt. Það sem myndi toppa daginn hjá mér væri að sjá allar skoðanakannanir bresta, hvað prósentufylgi Íslandshreyfingarinnar varðar. Viss um að fleiri atkvæði falla okkur í skaut. Væri yndislegt að sjá okkur koma manni inná þing.
Til þess að það geti orðið að raunveruleika þurfa allir þeir sem aðhyllast stefnu flokksins að sýna kjark ! Hunsa neikvæðniraddir um að það geti ekki orðið. Fylgja sannfæringu sinni og standa traust að baki hugsjón eins manns sem hefur þann kjark.
Við getum. Horfum á bjarta framtíð fyrir alla.
Gætum þess dýrmætasta sem við eigum saman. Landið okkar.
Setjum X við I.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2007 | 12:28
Íslandshreyfingin - Lifandi land.
Lifandi land já. Ég stend stolt á bakvið val mitt á kjördag. Nýtt blóð í stjórnmálin, nýjan flokk, sem ég er full trausts á að starfi af heilindum, gegn spillingu og af hugsjón.
Lifandi land. Grænt, og um leið með fjölmargt í boði sem gæti skapað hin fjölbreytilegustu störf á nýjum vettvangi. En vaktar þá gersemi sem náttúran okkar er. Velur ekki gráan, mengandi iðnað sem veitir um það bil 2 prósentum þjóðarinnar störf. Og kemur í veg fyrir að annar starfsvettvangur fær blómstrað. Sem er ekki tilbúinn til að binda okkur við framsal náttúruauðlinda og gefa auðæfin á fárra hendur.
Fjölbreytt flóra þar sem engum er gleymt. Vitundarvakning gagnvart umhverfi okkar og leitar óstöðvandi nýrra tækifæra í stað stöðnunar. Sem gerir sér grein fyrir öllum stéttunum sem hér byggja land. Öllum! Eldri borgurum sem öryrkjum. Börnunum og fjölskyldunum sem búa að þeim. Gleyma samt ekki fyrirtækjunum og skilja að það þarf að búa þeim umhverfi líka. Og aðrir sem tilheyra ekki öldruðum eða öryrkjahópum, eru bara svokallað venjulegt fólk ,vinnandi fyrir sér en sjá lítinn afrakstur. Skilja að misskipting er aukin, vilja vinna að réttlátara kerfi án þess að slátra mjólkurkúnni.
Skýr sýn á þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast í stað stóriðja en kjósa ekki afturhaldsstefnu. Heilbrigð skynsemi.
Það kostar kjark að setja á stofn nýjan flokk , mikið óeigingjarnt starf að baki og enn meira eftir. Í vonbrigðum mínum yfir afleiðingum stefnu núverandi stjórnar birtist lausnin. Ég ætla að sýna sama kjark og fylgja eftir sannfæringu minni og kjósa Íslandshreyfinguna.
Af því að ég vil geta búið í Lifandi landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)