11.5.2007 | 10:07
Til umhugsunar fyrir kjördag...
Fyrir nokkru horfði ég á ansi hrottalega mynd, Apocalypto. Það sem hafði mestu áhrifin á mig í myndinni voru skilaboð öldungs í byrjun myndarinnar. Og þar sem mér er umhugað um náttúruna og það umhverfi okkar sem við komum til með að skila af okkur til næstu kynslóða, slengdi ég þessum skilaboðum yfir á íslensku , svona eins og ég best gat. Held samt að kjarni málsins komist til skila.
Maðurinn sat einn, í mikilli depurð.
Öll dýrin í skóginum umkringdu hann og sögðu:
Okkur líkar ekki að sjá þig svona dapran,
biddu okkur um hvaðeina sem þú óskar
og það mun uppfyllt verða.
Maðurinn sagði: Ég vil hafa skýra sýn.
Hrægammurinn svaraði: Þú skalt fá mína.
Maðurinn sagði: Ég vil öðlast styrkleika.
Jagúarinn svaraði: Þú skalt verða jafnsterkur mér.
Þá sagði Maðurinn: Ég þrái að þekkja
leyndardóma jarðarinnar.
Og naðran svaraði: Ég mun sýna þér þá.
Svo hélt áfram með öll dýrin.
Og þegar Maðurinn hafði fengið allar
þær gjafir sem dýrin gátu gefið honum,yfirgaf hann þau.
Þá tók Uglan til máls, nú þegar Maðurinn veit mikið og
hefur getu til að gera margt, er ég fyllt kvíða.
Dádýrið svaraði, en nú hefur Maðurinn allt sem hann þarfnast,
nú mun depurð hans hverfa.
En Uglan svaraði, ég er hrædd um ekki, ég sá tómarúm
í augum Mannsins, djúpt eins og hungur sem verður aldrei mett.
Það er það sem gerir hann dapran og veldur því að hann vill meira.
Hann mun halda áfram að taka og taka og taka,
þar til dag einn að jörðin mun segja:
Ég er ekki lengur og á ekkert eftir til að gefa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 18:41
Jösses!
Goshver á bílastæði; Skódi rekinn í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 14:31
Þetta fræga kosningapróf...
Að gamni tók ég prófið fræga sem allir eru að tala um, og viti menn svona raðast það í nákvæmlega réttri röð
Það eina sem ég er hissa á er prósentutalan við Íslandshreyfinguna, hefði talið hana hærri Og Frjálslyndir eiga ekki svona mikið í mér
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 43.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 51%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 10:44
Stóra ákvörðunin...
Sjaldan hef ég tekið mér jafngóðan tíma til að kynna mér stefnuskrá flokkanna og hlusta/horfa á kosningaumræðurnar í sjónvarpinu eins og nú fyrir þessar kosningar.
Það er eitt með loforðin og gylliboðin sem streyma yfir okkur almúgann og flest góðra gjalda verð. Stóra spurningin er með efndirnar. En ég er hinsvegar að taka ákvörðun um mitt atkvæði útfrá Umhverfismálum fyrst og fremst. Þar af leiðir mun mitt atkvæði ekki nýtast ríkjandi stjórn.
Sumt verður bara aldrei fyrirgefið!
Ég hef líka verið að rifja upp ýmis mál sem hafa komið fram á undanförnum árum, minn gamli flokkur gekk nú nánast bersersksgang í fjölmiðlafrumvarpinu eins og frægt er, ritskoðun? Forsetinn okkar nýtti sér neitunarvaldið og hvað gerðist þá? Jú þá átti bara að stokka upp stjórnarskránna!!! Skyndilega voru undirstöður þjóðarinnar orðnar að marklausu plaggi !
Munið þið eftir þjóðarsáttinni? Allir tala um góðærið en hverjir björguðu þjóðarskútunni (ríkisstjórninni) þá? Launþegar, og þá aðallega verkafólkið. Á sama tíma dirfðust þeir að hækka launin sín!!! Hvað var það annað en langatöng á lýðinn! En endalaust reyna þeir að hirða hrósið fyrir stöðugleikann. Sagði einhver spilling?
Sem betur fer hefur heilsa fjölskyldunnar verið góð að undanskildum örfáum tilfellum. Þá hef ég orðið áþreifanlega vör við hvað það er orðið dýrt að verða veikur, að ég tali nú ekki um biðina á bráðavaktinni eða bið eftir rannsóknunum. Ég borga rúmlega 8 þúsund krónur fyrir tanneftirlit sonar míns! Sem tekur 5 mínútur ! Og þá er ég að tala um skoðun eingöngu. Ég fæ u.þ.b. 5 þúsund krónur endurgreiddar. Mikið er básúnað um að menntun sé frí hér á landi. Aldeilis ekki. Skráningargjöld meira að segja nokkuð há. Fínt að sletta því að skólagjöld séu engin, svo má bara kalla það öðrum nöfnum, svona svipað og jaðarskattarnir.
Stéttaskipting í grunnskólum er einnig farin að verða áberandi, ekki allir sem hafa efni á að greiða fæði og heilsdagsvistun í skólunum. Ég veit um eina sem leitaði láns rétt fyrir mánaðarmót svo barnið hennar kæmist í rútuferð með bekknum sínum. Sú sleppir því að greiða gjald í foreldrasjóð í skóla barnanna sinna og telur sig litna hornauga fyrir.
Skrýtið hvað Árni Johnsen er lítið áberandi þessar kosningarnar. Heyrist ekki múkk í manninum. Hann er þó í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en má rifja upp hans mál? Er maður þá ekki að sparka í mann sem hefur fengið uppreisn æru? Já alveg rétt, hann fékk mannorð sitt hreinsað af handhafa forsetavalds. Bíddu, forsetanum? Neh ekki alveg, hann var staddur í útlöndum og sá sem bar ábyrgð á meðan veitti honum æruna alveg skattfrjálst. Sagði einhver spilling?
Stéttaskiptingin er orðin æði áberandi hér í landi og allir vita að kvótakerfið er meingallað. Ég verð að segja Samfylkingunni til hróss að auglýsingar þeirra hitta í mark. Gömlu hjónin aðskilin á veitingahúsinu og lýsandi dæmi um raunveruleikann á hjúkrunarheimilunum. Það eru þeir öldruðu sem við getum þakkað góðærið í landinu. Það fólk hefur unnið sitt og skilað sínu. Njóta þess? Neh, þeim er fullgott af því að eiga 1/3 eftir af laununum sínum. Amma mín tók ekki í mál að fara á elliheimili þegar hún komst að því að hún myndi eiga sléttan fimm þúsund kall eftir til að lifa út mánuðinn.
Talandi um Samfylkinguna, Össur alveg brjál yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn bauð nemendum Háskóla Reykjavíkur í kokteil en gleymdi því að hans flokkur hafði sjálfur boðið uppá sama. Kannski fúll yfir því að hans boði var hafnað? Veit ekki. Velti bara fyrir mér hvort atkvæði kosti einn tvöfaldan? Ætli það.
En það þarf nú aðeins meira en flottar auglýsingar til að kaupa atkvæði mitt. Samfylkingin fær ekki mitt atkvæði útá það að hafa fundið sér snilldar auglýsingastofu. Sem aftur fær mig til að hugsa um sjóðina sem flokkunum er úthlutað í auglýsingar. Íslandsflokkurinn fær ekki neitt.
Lengi er hægt að telja upp neikvæðar afleiðingar af þessari ríkisstjórn en auðvitað eitthvað gott, ætla að láta öðrum það eftir enda ekki vöntun á skrúðmælginni í þeim efnum.
Ég hef ákveðið mig. Íslandsflokkurinn skal það vera, ég ætla að leggja traust mitt á það að mínu(dýrmæta)atkvæði sé vel varið. Þar stendur í forsvari, maður sem fer fram af hugsjón. Sterkum baráttuvilja fyrir landi og þjóð. Maður með mikla reynslu sem fréttamaður, flugmaður, bílstjóri og endalaust má telja. Það að hann búi yfir hæfileikum eins og ljóðmælgi, húmor og skáldskap er bara bónus. Þykir það fyndið að lesa það hjá hinum og þessum að það sé skyndilega löstur. Fólk með þokkalega dómgreind aðskilur það frá sterkri hugsjón. Þykir það miður að hlusta á bombarderingar sem ganga út á það að hann eigi ekki heima í stjórnmálum vegna starfs hans sem skemmtikraftur í gegnum tíðina. Hann hefur annað við tímann að gera en að svara þannig lágkúru. Ef við ættum aðeins fleiri hugsjónamanneskjur á þingi væri betri tíð.
Ég óska Samfylkingunni og Vinstri grænum gengis í kosningunum, Íslandsflokknum bara betra gengis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 16:42
Einkennileg tilviljun
Ég sem var einmitt í gærkvöldi að henda öllum kassettunum mínum, þeim sömu sem ég hef ekki hlustað á í ein 10 ár að minnsta kosti. Tónlistina á þeim á ég flesta á geisladiskum í dag. Hvenær skyldi ég þurfa að fleygja þeim. Svo sá ég í fréttum að túpusjónvörpin eru ekki lengur seld hér Ég sem á eitt ekki 2ja ára gamalt! Og auðvitað er farið að senda út breiðtjaldsmynd á Stöð 2, sem gerir það að verkum að maður sér u.þ.b. helminginn af öllu, hálfan Loga Bergmann, hálfa Svanhildi og hálfar stelpurnar. Eins gott að þeir á RÚV fari ekki að apa þetta eftir, þá fer ég í prófmál vegna afnotagjalda!!!
Dagar hljóðsnældunnar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 15:15
Ég elska internetið :)
....sérstaklega þegar maður dettur niður á greinar eins og þessa, sem fá mann til að staldra við og hugleiða. Treysti mér ekki til að henda þessu yfir á ylhýra en snilld samt sem áður...
"Let me explain the problem science has with Jesus Christ." The atheist professor of philosophy pauses before his class and then asks one of his new students to stand. "You're a Christian, aren't you, son?"
"Yes, sir."
"So you believe in God?"
"Absolutely."
"Is God good?"
"Sure! God's good."
"Is God all-powerful? Can God do anything?"
"Yes."
"Are you good or evil?"
"The Bible says I'm evil."
The professor grins knowingly. "Ahh! THE BIBLE!" He considers for a moment. "Here's one for you. Let's say there's a sick person over here and you can cure him. You can do it. Would you help them? Would you try?"
"Yes sir, I would."
"So you're good...!"
"I wouldn't say that."
"Why not say that? You would help a sick and maimed person if you could... in fact most of us would if we could... God doesn't.
[No answer.]
"He doesn't, does he? My brother was a Christian who died of cancer even though he prayed to Jesus to heal him. How is this Jesus good? Hmmm? Can you answer that one?"
[No answer]
The elderly man is sympathetic. "No, you can't, can you?" He takes a sip of water from a glass on his desk to give the student time to relax. In philosophy, you have to go easy with the new ones. "Let's start again, young fella."
"Is God good?"
"Er... Yes."
"Is Satan good?"
"No."
"Where does Satan come from?" The student falters.
"From... God..."
"That's right. God made Satan, didn't he?" The elderly man runs his bony fingers through his thinning hair and turns to the smirking, student audience."I think we're going to have a lot of fun this semester, ladies and gentlemen." He turns back to the Christian.
"Tell me, son. Is there evil in this world?"
"Yes, sir."
"Evil's everywhere, isn't it? Did God make everything?"
"Yes."
"Who created evil?
[No answer]
"Is there sickness in this world? Immorality? Hatred? Ugliness. All the terrible things - do they exist in this world? "
The student squirms on his feet. "Yes."
"Who created them? "
[No answer] The professor suddenly shouts at his student. "WHO CREATED THEM? TELL ME, PLEASE!" The professor closes in for the kill and climbs into the Christian's face. In a still small voice: "God created all evil, didn't He, son?"
[No answer]
The student tries to hold the steady, experienced gaze and fails.
Suddenly the lecturer breaks away to pace the front of the classroom like an aging panther. The class is mesmerized. "Tell me," he continues, "How is it that this God is good if He created all evil throughout all time?" The professor swishes his arms around to encompass the wickedness of the world. "All the hatred, the brutality, all the pain, all the torture, all the death and ugliness and all the suffering created by this good God is all over the world, isn't it, young man?"
[No answer]
"Don't you see it all over the place? Huh?"
Pause.
"Don't you?" The professor leans into the student's face again and whispers, "Is God good?"
[No answer]
"Do you believe in Jesus Christ, son?"
The student's voice betrays him and cracks. "Yes, professor. I do."
The old man shakes his head sadly. "Science says you have five senses you use to identify and observe the world around you. Have you ever seen him? "
"No, sir. I've never seen Him."
"Then tell us if you've ever heard your Jesus?"
"No, sir. I have not."
"Have you ever felt your Jesus, tasted your Jesus or smelt your Jesus...in fact, do you have any sensory perception of your God whatsoever?"
[No answer]
"Answer me, please."
"No, sir, I'm afraid I haven't."
"You're AFRAID... you haven't?"
"No, sir."
"Yet you still believe in him?"
"...yes..."
"That takes FAITH!" The professor smiles sagely at the underling."According to the rules of empirical, testable, demonstrable protocol, science says your God doesn't exist. What do you say to that, son? Where is your God now?"
[The student doesn't answer]
"Sit down, please."
The Christian sits...Defeated.
Another Christian raises his hand. "Professor, may I address the class?"
The professor turns and smiles. "Ah, another Christian in the vanguard! Come, come, young man. Speak some proper wisdom to the gathering."
The Christian looks around the room. "Some interesting points you are making, sir. Now I've got a question for you. Is there such thing as heat?"
"Yes," the professor replies. "There's heat."
"Is there such a thing as cold?"
"Yes, son, there's cold too."
"No, sir, there isn't."
The professor's grin freezes. The room suddenly goes very cold.
The second Christian continues. "You can have lots of heat, even more heat, super- heat, mega-heat, white heat, a little heat or no heat but we don't have anything called 'cold'. We can hit 458 degrees below zero, which is no heat, but we can't go any further after that. There is no such thing as cold, otherwise we would be able to go colder than 458 -
You see, sir, cold is only a word we use to describe the absence of heat. We cannot measure cold. "Heat we can measure in thermal units because heat is energy. Cold is not the opposite of heat, sir, just the absence of it."
Silence. A pin drops somewhere in the classroom.
"Is there such a thing as darkness, professor?"
"That's a dumb question, son. What is night if it isn't darkness? What are you getting at...?"
"So you say there is such a thing as darkness?"
"Yes..."
"You're wrong again, sir. Darkness is not something, it is the absence of something. You can have low light, normal light, bright light, flashing light but if you have no light constantly you have nothing and it's called darkness, isn't it? That's the meaning we use to define the word. In reality, Darkness isn't. If it were, you would be able to make darkness darker and give me a jar of it. Can you...give me a jar of darker darkness, professor?"
Despite himself, the professor smiles at the young effrontery before him. This will indeed be a good semester. "Would you mind telling us what your point is, young man?"
"Yes, professor. My point is, your philosophical premise is flawed to start with and so your conclusion must be in error...."
The professor goes toxic. "Flawed...? How dare you...!""
"Sir, may I explain what I mean?"
The class is all ears.
"Explain... oh, explain..." The professor makes an admirable effort to regain control. Suddenly he is affability itself. He waves his hand to silence the class, for the student to continue.
"You are working on the premise of duality," the Christian explains. "That for example there is life and then there's death; a good God and a bad God. You are viewing the concept of God as something finite, something we can measure. Sir, science cannot even explain a thought. It uses electricity and magnetism but has never seen, much less fully understood them. To view death as the opposite of life is to be ignorant of the fact that death cannot exist as a substantive thing. Death is not the opposite of life, merely the absence of it."
The young man holds up a newspaper he takes from the desk of a neighbor who has been reading it. "Here is one of the most disgusting tabloids this country hosts, professor. Is there such a thing as immorality?"
"Of course there is, now look..."
"Wrong again, sir. You see, immorality is merely the absence of morality.
Is there such thing as injustice? No. Injustice is the absence of justice. Is there such a thing as evil?" The Christian pauses. "Isn't evil the absence of good?"
The professor's face has turned an alarming color. He is so angry he is temporarily speechless.
The Christian continues. "If there is evil in the world, professor, and we all agree there is, then God, if he exists, must be accomplishing a work through the agency of evil. What is that work, God is accomplishing? The Bible tells us it is to see if each one of us will, of our own free will, choose good over evil."
The professor bridles. "As a philosophical scientist, I don't view this matter as having anything to do with any choice; as a realist, I absolutely do not recognize the concept of God or any other theological factor as being part of the world equation because God is not observable."
"I would have thought that the absence of God's moral code in this world is probably one of the most observable phenomena going," the Christian replies.
"Newspapers make billions of dollars reporting it every week! Tell me, professor. Do you teach your students that they evolved from a monkey?"
"If you are referring to the natural evolutionary process, young man, yes, of course I do."
"Have you ever observed evolution with your own eyes, sir?"
The professor makes a sucking sound with his teeth and gives his student a silent, stony stare.
"Professor. Since no-one has ever observed the process of evolution at work and cannot even prove that this process is an on-going endeavor, are you not teaching your opinion, sir? Are you now not a scientist, but a priest?"
"I'll overlook your impudence in the light of our philosophical discussion. Now, have you quite finished?" the professor hisses.
"So you don't accept God's moral code to do what is righteous?"
"I believe in what is - that's science!"
"Ahh! SCIENCE!" the student's face splits into a grin. "Sir, you rightly state that science is the study of observed phenomena. Science too is a premise which is flawed..."
"SCIENCE IS FLAWED?" the professor splutters.
The class is in uproar.
The Christian remains standing until the commotion has subsided. "To continue the point you were making earlier to the other student, may I give you an example of what I mean?" The professor wisely keeps silent.
The Christian looks around the room. "Is there anyone in the class who has ever seen the professor's brain?" The class breaks out in laughter.
The Christian points towards his elderly, crumbling tutor. "Is there anyone here who has ever heard the professor's brain... felt the professor's brain, touched or smelt the professor's brain?" No one appears to have done so.
The Christian shakes his head sadly. "It appears no-one here has had any sensory perception of the professor's brain whatsoever. Well, according to the rules of empirical, stable, demonstrable protocol, science, I DECLARE that the professor has no brain."
The class is in chaos.
The Christian sits down.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 07:59
Hvers virði er lífið?
Ræð ekki við það en mér fannst þetta hrikalega fyndið. Aumingja maðurinn ætlaði aldeilis að fá sem mest út úr þeim litla tíma sem honum var sagt að hann ætti eftir.
Það ófyndna við þessa frétt er að ég veit um tvær sem myndu með sanni gefa aleiguna til að fá að heyra að þeirra banvæni sjúkdómur væri bara plat ! Það á við um fleiri.
Við ættum kannski að íhuga hvers virði lífið er og fara að njóta þess sem lífið gefur okkur daglega, horfa á hvað skiptir virkilega máli , vera meðvituð um ábyrgðina en leyfa okkur að vera mátulega kærulaus.
Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér...
Dauðvona sjúklingur sem eyddi aleigunni var ranglega greindur með krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 23:01
Á léttu nótunum...
Aldrei að segja aldrei Hélt ég myndi ekki leiðast útí blogg hér, en nýja mottóið er: Aldrei að afskrifa neitt fyrirfram. Ekkert að því að prófa sem flesta hluti (innan siðlegra marka) ((eða löglegra))
Stefnan er að láta bara vaða hérna, og rétt mátulega alvarleg... eða ekki. Hér er galopið fyrir komment en aðgát skal höfð í bloggheimi og "strækað" á þá sem fara yfir strikið ------------
Hér á ég þó nokkra uppáhalds rithöfunda og ætla að skella þeim inn svona ef mér tekst að læra á systemið hérna.
Annars var ég að lesa hjá einum af þeim (Sigmari) að Finnar eru víst að deyja úr meðvirkni, þar sem þeir biðjast fyrirgefningar hægri vinstri á hitastiginu þar í landi. Aldrei hef ég nú náð svo langt í þeirri íþrótt að ætla mér að bera ábyrgð á veðurfarinu. Greyin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)